Valencia getur enn komist í úrslitakeppni Euroleague

Valencia á enn von um að taka þátt í úrslitakeppninni.
Valencia á enn von um að taka þátt í úrslitakeppninni. Ljósmynd/EuroLeague

Valencia, lið Martins Hermannssonar, á enn von um að komast í 8-liða úrslit Euroleague, sterkustu félagsliðakeppninnar í Evrópu. 

Valencia lék sinn síðasta leik í riðlakeppninni í kvöld og vann Baskonia 86:81 á heimavelli. Valencia er þar með komið upp í 8. sæti með 38 stig. Liðið vann 19 leiki en tapaði 15. 

Zenit frá St. Petersburg er tveimur stigum á eftir Valencia en á tvo leiki eftir en dagskrá keppninnar hefur riðlast vegna heimsfaraldursins eins og í svo mörgum íþróttakeppnum. 

Martin lék ekki með í kvöld og er ekki orðinn leikfær eftir meiðsli en er nýbyrjaður að æfa aftur með liðinu.

mbl.is