Milka samningsbundinn Keflavík næstu árin

Dominykas Milka í leik gegn Val.
Dominykas Milka í leik gegn Val. mbl.is/Árni Sæberg

Keflvíkingar ætla sér að vera stöðugir næstu árin í meistaraflokkum karla og kvenna í körfuknattleik og gerðu samninga við leikmenn og þjálfara í gær. 

Dominykas Milka sem verið hefur einn albesti leikmaður Íslandsmótsins síðustu tvö tímabil er nú samningsbundinn Keflavík næstu tvö keppnistímabil. Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson gerði nýjan þriggja ára samning og Ágúst Orrason tveggja ára samning. 

Hjalti Vilhjálmsson þjálfari liðsins gerði nýjan tveggja ára samning og það gerðu einnig þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Hörður Axel Vilhjálmsson sem stýra meistaraflokki kvenna. 

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur greindi frá þessu seint í gærkvöldi. 

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert