Tilþrif hjá Tryggva (myndskeið)

Tryggvi Snær Hlinason í varnarhlutverki í leik með Zaragoza.
Tryggvi Snær Hlinason í varnarhlutverki í leik með Zaragoza. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason landsliðsmaður í körfuknattleik lét mikið að sér kveða í leik Zaragoza gegn Valencia í sterkustu landsdeild Evrópu, spænsku A-deildinni, í gærkvöld.

Zaragoza mátti sætta sig við ósigur eins og áður hefur komið fram en Tryggvi skoraði 10 stig, tók níu fráköst og varði þrjú skot frá leikmönnum Valencia.

Zaragoza birti meðfylgjandi myndskeið af Tryggva úr leiknum á samfélagsmiðlum sínum:

mbl.is