Irving gerði útslagið

Kyrie Irving skoraði 32 stig í nótt.
Kyrie Irving skoraði 32 stig í nótt. AFP

Þrátt fyrir forföll í leikmannahópnum náði Brooklyn Nets að halda út og landa naumum útisigri á New Orleans Pelicans, 134:129, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Kyrie Irving var í aðalhlutverki og skoraði 32 stig fyrir Brooklyn sem er einum sigurleik á eftir Philadelphia 76ers á toppi Austurdeildarinnar. Bæði lið hafa unnið 39 leiki en Philadelphia á leik til góða. Hinn ungi Zion Williamsson skoraði 33 stig fyrir New Orleans sem er í ellefta sæti Vesturdeildar en tíu fyrstu liðin komast í úrslitakeppnina að þessu sinni.

Spennuleikur næturinnar var í Portland þar sem LA Clippers knúði fram sigur, 113:112. Paul George skoraði 33 stig fyrir Clippers sem fylgir Utah og Phoenix eftir á toppi Vesturdeildarinnar.

Úrslitin í nótt:

Atlanta  Orlando 112:96
New York  Charlotte 109:97
New Orleans  Brooklyn 129:134
Portland  LA Clippers 112:113
Sacramento  Minnesota 120:134

mbl.is