Naumt tap í endurkomu LeBrons

LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers í …
LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers í nótt. AFP

LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers þegar liðið tók á móti Sacramento Kings í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Leikum lauk með 110:106-sigri Sacramento en þetta var fyrsti leikur hans fyrir meistarana síðan 20. mars þegar hann meiddist á ökkla gegn Atalanta Hawks.

James komst ágætlega frá sínu í gær, skoraði sextán stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Lakers leiddi með tíu stiga mun fyrir fjórða leikhluta, 88:78.

Tyrese Haliburton skoraði 23 stig fyrir Sacramento ásamt því að taka tíu fráköst og þá skoraði Richaun Holmes 22 stig fyrir liðið sem er í tólfta sæti vesturdeildarinnar.

Anthony Davis var stigahæstur Lakers-manna með 22 stig og ellefu fráköst en liðið er í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 36 sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Brooklyn Nets 109:128 Portland Trail Blazers
Memphis Grizzlies 92:75 Orlando Magic
Chicago Bulls 98:108 Milwaukee Bucks
Phoenix Suns 121:100 Utah Jazz
Los Angeles Lakers 106:110 Sacramento Kings
Boston celtics 143:140 San Antonio Spurs (framlengt)
Cleceland Cavaliers 93:122 Washington Wizards
Philadelphia 76ers 126:104 Atlanta Hawks

mbl.is