Dramatík í Breiðholti

Evan Singletary sækir að Garðbæingum í Breiðholtinu í kvöld.
Evan Singletary sækir að Garðbæingum í Breiðholtinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Zvonko Buljan tryggði ÍR sigur gegn Stjörnunni þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Seljaskóla í Breiðholti í kvöld.

Leiknum lauk með 97:95-sigri ÍR en Buljan kom ÍR-ingum yfir 96:95 áður en hann innsiglaði sigur þeirra af vítalínunni á lokasekúndum leiksins.

Garðbæingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 57:46 í hálfleik. Stjarnan var áfram með frumkvæðið í leiknum í síðari hálfleik en ÍR tókst að jafna metin í 87:87 þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Buljan skoraði 30 stig fyrir ÍR, ásamt því að taka fimm fráköst og þá skoraði Danero Thomas 14 stig.

Gunnar Ólafsson var stigahæstur Stjörnunnar með 24 stig og Ægir Þór Steinarsson skoraði 17 stig.

ÍR fer með sigrinum í 16 stig og upp í níunda sæti deildarinnar, 4 stigum frá fallsæti, en Stjarnan er sem fyrr í þriðja sætinu með 26 stig.

Gangur leiksins:: 4:5, 7:15, 14:22, 18:26, 23:33, 32:35, 40:47, 46:57, 48:62, 59:68, 65:75, 74:83, 83:85, 88:89, 92:91, 97:95.

ÍR: Zvonko Buljan 30/5 fráköst, Danero Thomas 14/5 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 12/6 fráköst, Evan Christopher Singletary 12/7 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 9, Collin Anthony Pryor 7/5 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 2.

Fráköst: 21 í vörn, 5 í sókn.

Stjarnan: Gunnar Ólafsson 24/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Austin James Brodeur 12/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/5 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 11, Orri Gunnarsson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 6/6 fráköst, Alexander Lindqvist 4/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 2/9 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 89

Callum Lawson skoraði 20 stig fyrir Þórsara.
Callum Lawson skoraði 20 stig fyrir Þórsara. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þá skoraði Callum Lawson 20 stig fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðið vann 100:85-sigur gegn Hetti á Egilsstöðum.

Þórsarar voru með öruggt forskot í hálfleik, 51:32 og þrátt fyrir að Hetti hafi tekist að minnka muninn í sex stig í þriðja leikhluta voru þeir aldrei líklegir til þess að ná yfirhöndinni í leiknum.

Styrmir Snær Þrastarson skoraði 10 stig og tók tíu fráköst fyrir Þórsara en Michael Mallory var stigahæstur í liði Hattar með 27 stig.

Þórsarar eru með 28 stig í öðru sæti deildarinnar en Höttur er í ellefta sætinu með 12 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Gangur leiksins:: 5:5, 9:12, 13:15, 17:18, 19:24, 25:30, 29:38, 32:51, 36:61, 47:63, 58:65, 64:70, 68:74, 75:84, 80:93, 85:100.

Höttur: Michael A. Mallory II 27, David Guardia Ramos 16/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15, Dino Stipcic 14/9 stoðsendingar/5 stolnir, Bryan Anton Alberts 10, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Sigmar Hákonarson 1.

Fráköst: 13 í vörn, 3 í sókn.

Þór Þorlákshöfn: Callum Reese Lawson 20/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 16, Larry Thomas 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 14/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 10/10 fráköst, Emil Karel Einarsson 7/4 fráköst, Adomas Drungilas 7/4 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 5/5 fráköst, Ingimundur Orri Jóhannsson 3, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2.

Fráköst: 28 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert