Toronto skellti Lakers

Kamerúninn Pascal Siakam átti stórleik í nótt.
Kamerúninn Pascal Siakam átti stórleik í nótt. AFP

Pascal Siakam og Kyle Lowry fóru báðir á kostum þegar Toronto Raptors lagði LA Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Báðir voru þeir með tvöfalda tvennu og báðir skoruðu þeir tæplega 40 stig.

Siakam gerði 39 stig og tók 13 fráköst á meðan Lowry skoraði 37 stig og gaf 11 stoðsendingar í 121:114 sigri í Los Angeles í nótt.

Í liði Lakers kom Kyle Kuzma inn af bekknum og gerði 24 stig og á eftir honum komu LeBron James og André Drummond, báðir með 19 stig. Drummond náði tvöfaldri tvennu þar sem hann var einnig með 11 fráköst.

Sex leikir til viðbótar fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

LA Lakers - Toronto 114:121

San Antonio - Philadelphia 111:113

Oklahoma - Phoenix 120:123

Houston - New York 97:122

Dallas - Sacramento 99:111

Charlotte - Miami 111:121

Boston - Portland 119:129

mbl.is