Clippers burstaði Lakers

Kawhi Leonard og Anthony Davis í leiknum í nótt.
Kawhi Leonard og Anthony Davis í leiknum í nótt. AFP

Los Angeles liðin mættust í NBA-körfuboltanum í nótt og hafði Clippers betur á heimavelli 118:94 en þau þykja tvö þeirra best mönnuðu í deildinni. 

Lakers saknaði LeBron James sem er á sjúkralistanum og Anthony Davis lék ekki nema níu mínútur í leiknum vegna bakmeiðsla. Þar af leiðandi átti liðið litla möguleika en Paul George skoraði 24 stig fyrir Clippers. 

Dallas Mavericks vann Brooklyn Nets 113:109 í Texas og 45 stig frá Kyrie Irving fyrir Brooklyn dugðu ekki til sigurs. Luka Doncic skoraði 24 stig fyrir Dallas sem var án Kristaps Porzingis en Brooklyn var án James Harden. Brooklyn hefur tapað fjórum leikjum í röð. 

Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu enn eina ferðina þegar Washington vann Toronto á útivelli 131:129 á útivelli. Tók hann 17 fráköst, gaf 16 stoðsendingar og skoraði 13 stig. Liðið er í 10. sæti á austurströndinni en eftir að hafa tekið vel við sér þá gæti liðið enn náð í úrslitakeppnina. 

Úrslit: 

Charlotte - Chicago 99:120
Toronto - Washington 129:131
Dallas - Brooklyn 113:109
Detroit - Memphis 111:97
Indiana - Atlanta 133:126
Golden State - Oklahoma 118:97
LA Clippers - LA Lakers 118:94 

mbl.is