Álftanes og Sindri í vænlegri stöðu

Gerald Robinson fór mikinn fyrir Hornfirðinga í kvöld.
Gerald Robinson fór mikinn fyrir Hornfirðinga í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Kári Jensson skoraði 24 stig fyrir Álftanes þegar liðið vann fjögurra stiga sigur gegn Skallagrími í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik á Álftanesi í kvöld.

Leiknum lauk með 92:88-sigri Álftaness sem leiddi með níu stigum í hálfleik.

Róbert Sigurðsson skoraði 19 stig fyrir Álftanes en Marques Oliver var stigahæstur Borgnesinga með 30 stig og sextán fráköst.

Þá vann Sindri 77:69-sigur gegn Selfossi í Ice Laggon-höllinni á Hornafirði.

Gerald Robinson fór mikinn fyrir Sindra, skoraði 29 stig og tók níu fráköst, en Terrence Motley var stigahæstur Selfyssinga með 19 stig.

Álftanes og Sindri leiða því 1:0 í einvígjum sínum en vinna þarf tvo leiki til þess að komast áfram í undanúrslit umspilsins.

Breiðablik hefur tryggt sér sæti í úrvalsdeild að ári en Álftanes, Sindri, Skallagrímur, Selfoss, Hrunamenn, Fjölnir, Vestri og Hamar berjast öll um síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni að ári.

Álftanes - Skallagrímur 92:88

Álftanes, 1. deild karla, 7. maí 2021.

Gangur leiksins:: 3:8, 14:10, 23:20, 34:29, 37:31, 45:35, 51:41, 58:47, 60:53, 71:60, 71:65, 74:70, 83:76, 85:80, 88:83, 92:88.

Álftanes: Vilhjálmur Kári Jensson 24/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 19/4 fráköst, Orri Gunnarsson 12/6 fráköst/4 varin skot, Cedrick Taylor Bowen 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Isaiah Coddon 10, Friðrik Anton Jónsson 7, Þorsteinn Finnbogason 3, Unnsteinn Rúnar Kárason 3, Trausti Eiríksson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 9 í sókn.

Skallagrímur: Marques Oliver 30/16 fráköst/3 varin skot, Nebojsa Knezevic 28, Kristófer Gíslason 12/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 10/14 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Almar Örn Björnsson 2, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2, Marinó Þór Pálmason 1.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem, Friðrik Árnason.

Sindri - Selfoss 77:69

Ice Lagoon-höllin, 1. deild karla, 7. maí 2021.

Gangur leiksins:: 5:3, 9:8, 17:14, 19:24, 27:34, 34:36, 38:41, 42:44, 47:48, 51:50, 55:55, 61:57, 66:59, 67:61, 73:63, 77:69.

Sindri: Gerald Robinson 29/9 fráköst, Gerard Blat Baeza 18/8 stoðsendingar, Haris Genjac 12/11 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 8, Tómas Orri Hjálmarsson 8, Árni Birgir Þorvarðarson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 4 í sókn.

Selfoss: Terrence Christopher Motley 19/6 fráköst, Kristijan Vladovic 13/6 fráköst, Arnór Bjarki Eyþórsson 12, Gunnar Steinþórsson 8, Kennedy Clement Aigbogun 7/8 fráköst, Sveinn Búi Birgisson 6/9 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 4.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson, Helgi Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert