Skallagrímur og Selfoss í undanúrslit

Skallagrímur lék síðast í efstu deild karla tímabilið 2018-19. Bandaríkjamaðurinn …
Skallagrímur lék síðast í efstu deild karla tímabilið 2018-19. Bandaríkjamaðurinn Aundre Jackson var þá í liðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Skallagrímur og Selfoss eru komin í undanúrslit í baráttunni um sæti í efstu deild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir útisigra í oddaleikjum í átta liða úrslitunum í kvöld. 

Selfoss vann óvæntan sigur á Sindra á útivelli en Sindri endaði með 18 stig í 1. deildinni í vetur og Selfoss aðeins átta. Eftir jafnan og spennandi oddaleik í kvöld hafði Selfoss að lokum betur, 79:70. 

Terrence Motley skoraði 23 stig og tók 9 fráköst hjá Sindra og Kennedy Aigbogun gerði 18 stig og tók 12 fráköst. Haris Genjac skoraði 20 stig fyrir Sindra. Selfoss mætir Hamri í undanúrslitum og fer fyrsti leikur fram í Hvergerði næstkomandi mánudag. 

Skallagrímur hafði betur gegn Álftanesi á útivelli, 92:79. Skallagrímur var með forystuna allan tímann og sigldi að lokum góðum sigri í hús. Marques Oliver átti stórleik fyrir Skallagrím og skoraði 24 stig og tók 17 fráköst. Cedrick Bowen skoraði 24 og tók 11 fráköst fyrir Álftanes. 

Skallagrímur mætir Vestra í undanúrslitum og fer fyrsti leikur fram á Ísafirði á mánudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert