Þegar við spilum okkar leik erum við miklu betri en þeir

Dominykas Milka, miðherji Keflvíkinga, virtist ekkert alvarlega þreytulegur að sjá þrátt fyrir að hafa skellt 33 stigum á jafn mörgum mínútum gegn Tindastól þegar liðin mættust í fyrsta leik einvígis liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla.

Milka sagði mikilvægt að ná sigri í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Milka bætti við að Tindastólsmenn hefðu ekkert komið honum á óvart, þeir væru með sterkt lið og stóra sterka stráka sem láti finna vel fyrir sér. 

Milka sagði sína menn þurfa að spila sinn leik og hitta úr opnum skotum, á meðan sú spilamennska væri við lýði væri Keflavík betra lið. 

Dominykas Milka.
Dominykas Milka. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina