Randle fór fyrir New York í framlengdum leik

Julius Randle hefur átt frábært tímabil fyrir New York Knicks.
Julius Randle hefur átt frábært tímabil fyrir New York Knicks. AFP

Julius Randle átti stórleik fyrir New York Knicks þegar liðið vann góðan 118:109-sigur í framlengdum leik gegn Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfuknattleik í gær.

Randle náði þrefaldri tvennu; skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.

Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

New York – Charlotte 118:109 (frl.)

Brooklyn – Chicago 105:91

Indiana – LA Lakers 115:122

Minnesota – Boston 108:124

San Antonio – Phoenix 103:140

Milwaukee – Miami 122:108

Hvaða lið eru komin áfram?

Í austurdeildinni er það orðið ljóst hvaða lið eru komin í úrslitakeppnina um meistaratitilinn í NBA. Það eru Philadelphia, Brooklyn, Milwaukee, New York, Atlanta og Miami. Í umspil um að komast í úrslitakeppnina fara Boston, Charlotte, Washington og Indiana.

Í vesturdeildinni eru línur sömuleiðis farnar að skýrast. Liðin sem fara í úrslitakeppnina eru Utah, Phoenix, Denver, LA Clippers og Dallas. Í umspilið fara Golden State, Memphis og San Antonio.

Það eina sem út af stendur í vesturdeildinni er hvort Portland eða LA Lakers fari beint í úrslitakeppnina eða í umspilið. Það kemur í ljós í lokaumferð deildarinnar í kvöld og næstu nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert