Haukar einum sigri frá úrslitunum

Haukakonan Sara Rún Hinriksson með boltann í kvöld
Haukakonan Sara Rún Hinriksson með boltann í kvöld mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Haukar eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir 80:68-sigur á útivelli gegn Keflavík í kvöld. Haukar eru komnir í 2:0 í einvíginu og geta tryggt sér sæti í úrslitunum á heimavelli.

Haukar voru með 20:13-forskot eftir fyrsta leikhlutann og voru Keflavíkurkonur ekki líklegar til að jafna eftir það.

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 23 stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar gegn uppeldisfélagi sínu og Alyesha Lovett skoraði 18 stig og tók 10 fráköst.

Daniela Wallen skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Keflavík. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 16 stig.

Keflavík - Haukar 68:80

Blue-höllin, Dominos deild kvenna, 17. maí 2021.

Gangur leiksins:: 5:5, 7:15, 10:20, 13:20, 15:27, 22:33, 24:35, 29:41, 37:49, 39:54, 42:54, 47:58, 49:63, 54:67, 58:72, 68:80.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 16/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 3.

Fráköst: 13 í vörn, 12 í sókn.

Haukar: Sara Rún Hinriksdóttir 23/5 fráköst, Alyesha Lovett 18/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Lovísa Björt Henningsdóttir 10/4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 8/11 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/10 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 1.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 110

Keflavík 68:80 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert