Leiðinlegt að spila á móti vinkonunum

Sara Rún Hinríksdóttir er uppalin í Keflavík.
Sara Rún Hinríksdóttir er uppalin í Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 23 stig gegn uppeldisfélagi sínu Keflavík í kvöld þegar lið hennar Haukar mættu í 2. leik úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 

Haukar unnu leikinn og þurfa nú aðeins einn leik í viðbót til að tryggja sig í úrslitaeinvígið. Sara var gríðarlega öflug fyrir Hauka í kvöld og skoraði grimmt þegar á þurfti að halda. 

Sara sagði það vera nokkuð skrítið og jafnvel smá leiðinlegt að vera að spila svona á móti vinkonum sínum. En hins vegar sagði hún að nú séu þær orðnar stórar stelpur og í meistaraflokki og hún væri bara í Haukum sem stendur. Sara sagði varnarleik sinna kvenna hafa gert gæfumuninn þetta kvöldið. 

mbl.is