Meistararnir mæta Golden State í umspili

LeBron James og Steph Curry mætast í umspili um laust …
LeBron James og Steph Curry mætast í umspili um laust sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. AFP

Los Angeles Lakes mætir Golden State Warriors í umspili um laust sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik en þetta varð ljóst í nótt.

Lakers vann þá 110:98-sigur gegn New Orleans Pelicans í New Orleans en þrátt fyrir sigurinn í nótt endaði Lakers, sem er ríkjandi meistari, í sjöunda sæti vesturdeildarinnar en Portland Trail Blazers endaði í sjötta sætinu.

Sex efstu lið vestur- og austurdeildarinnar eru örugg um sæti sitt í úrslitakeppninni í ár en liðin sem enduðu í 7.-10. sæti fara í umspil um síðustu fjögur lausu sætin í úrslitakeppninni.

Í austurdeildarumspilinu mætast Washington Wizards og Boston Celtics  annars vegar en sigurvegarinn úr þeim leik fær sæti í úrslitakeppninni.

Þá mætast Charlotte Hornets og Indiana Pacers í umspili austurdeildarinnar en sigurvegarinn úr þeim leik mætir tapliðinu úr leik Washington og Boston um síðasta lausa sæti austurdeildarinnar í úrslitakeppninni.

Vestan megin mætast Golden State Warriors og Los Angeles Lakers í leik um laust sæti í úrslitakeppninni og þá mætir sigurvegarinn úr leik San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies tapliðinu úr leik Lakers og Golden State í leik um síðasta lausa sætið í vesturdeildinni.

Umspilið í austurdeildinni hefst 18. maí næstkomandi en umspilið í vesturdeildinni 19. maí.

Úrslit næturinnar í NBA:

New York Knicks 96:92 Boston Celtics
Toronto Raptors 113:125 Indiana Pacers
Washington Wizards 115:110 Charlotte Hornets
San Antonio Spurs 121:123 Phoenix Suns
Golden State Warriors 113:101 Memphis Grizzlies
Atlanta Hawks 124:95 Houston Rockets
Brooklyn Nets 123:109 Cleveland Cavaliers
Philadelphia 76ers 128:117 Orlando Magic
Detroit Pistons 107:120 Miami Heat
Chicago Bulls 118:112 Milwaukee Bucks
Minnesota Timberwolves 136:121 Dallas Mavericks
New Orleans Pelicans 98:110 Los Angeles Lakers
Oklahoma City Thunder 117:112 LA Clippers
Portland Trail Blazers 132:116 Denver Nuggets
Sacramento Kings 99:121 Utah Jazz

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert