Síðasta liðið áfram - kvaddi með 46 stigum

Luka Doncic skoraði 46 stig fyrir Dallas og Kawhi Leonard …
Luka Doncic skoraði 46 stig fyrir Dallas og Kawhi Leonard 28 fyrir Clippers en hér eigast þeir við í leiknum í kvöld. AFP

Los Angeles Clippers varð í kvöld síðasta liðið til að komast áfram úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-körfuboltans í Bandaríkjunum með því að sigra Dallas Mavericks í oddaleik í Staples Center, 126:111.

Clippers vann þar með einvígið 4:3 og mætir  Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Mikið var skorað í fyrri hálfleik og  staðan 70:62, Clippers í hag, að honum loknum. Staðan var jöfn, 81:81, um miðjan þriðja leikhluta en þá náði Clippers góðum leikkafla, komst tíu stigum yfir og var ekki í hættu eftir það.

Kawhi Leonard skoraði 28 stig fyrir Clippers, tók 10 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Marcus Morris skoraði 23 stig og Paul George 22.

Luka Doncic, Slóveninn efnilegi, kvaddi tímabilið með sannkallaðri flugeldasýningu en hann skoraði hvorki fleiri né færri en 46 stig fyrir Dallas og átti 14 stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert