Meistaraefnin í vænlegri stöðu

Kevin Durant fór á kostum í nótt.
Kevin Durant fór á kostum í nótt. AFP

Kevin Durant var stigahæstur í liði Brooklyn Nets þegar liðið vann stórsigur gegn Milwaukee Bucks í öðrum leik sínum í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í New York í nótt.

Leiknum lauk með 125:86-sigri Brooklyn sem leiðir 2:0 í einvíginu en Durant skoraði 32 stig, ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa sex stoðsendingar.

Brooklyn-menn tóku frumkvæðið í leiknum strax í fyrri hálfleik og voru 27 stigum yfir í hálfleik, 58:41.

Þá skoraði Kyrie Irving 22 stig fyrir Brooklyn en Giannis Anteokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 18 stig.

Þá skoraði Chris Paul 23 stig fyrir Phoenix Suns þegar liðið vann 122:105-sigur gegn Denver Nuggets í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturdeildarinnar í Phoenix.

Paul gaf einnig ellefu stoðsendingar en Nikola Jokic var stigahæstur hjá Denver með 22 stig.

Úrslit næturinnar:

Brooklyn Nets 125:86 Milwaukee Bucks, Brooklyn leiðir 2:0 í einvíginu

Phoenix Suns 122:105 Denver Nuggets, Phoenix leiðir 1:0 í einvíginu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert