Vestri einu skrefi frá efstu deild

Vestri er einum sigri frá efstu deild.
Vestri er einum sigri frá efstu deild. mbl.is/Árni Sæberg

Vestri er einum sigri frá sæti í efstu deild karla í körfubolta eftir 94:85-útisigur á Hamri í þriðja leik liðanna í úrslitum umspilsins í Hveragerði i kvöld. Staðan í einvíginu er 2:1, Vestra í vil. 

Vestramenn voru yfir allan tímann og var staðan í hálfleik 48:37. Hamar náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum, 81:75, en Vestri var sterkari í lokin. 

Ken-Jah Bosley skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Vestra og Nemanja Knezevic skoraði 19 stig og tók 17 fráköst. Ruud Lutterman skoraði 28 stig og tók 8 fráköst fyrir Hamar. 

Fjórði leikur liðanna fer fram á Ísafirði næstkomandi föstudag. 

Hamar - Vestri 85:94

Hveragerði, 1. deild karla, 08. júní 2021.

Gangur leiksins:: 6:5, 6:15, 12:17, 18:24, 26:26, 33:34, 35:43, 37:48, 45:54, 53:60, 55:65, 63:73, 68:81, 75:81, 81:89, 85:94.

Hamar: Ruud Lutterman 28/8 fráköst, Jose Medina Aldana 13/7 fráköst/23 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 12/9 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 8, Maciek Klimaszewski 7, Steinar Snær Guðmundsson 6/4 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 6/6 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 5/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 14 í sókn.

Vestri: Ken-Jah Bosley 21/5 fráköst/9 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 19/17 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Dmitrovic 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hugi Hallgrímsson 14/5 fráköst, Gabriel Adersteg 11/6 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 10, Arnaldur Grímsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 111

mbl.is