Frábærir Stjörnumenn kræktu í oddaleik

Ægir Þór Steinarsson og Ragnar Örn Bragason í Garðabænum í …
Ægir Þór Steinarsson og Ragnar Örn Bragason í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan nældi í oddaleik gegn Þór frá Þorlákshöfn með 78:58 sigri er liðin mættust í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Garðabænum í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik í Þorlákshöfn á laugardaginn um hvort liðið mætir Keflavík í úrslitaeinvíginu sjálfu.

Þórsarar voru búnir að vinna tvo í röð fyrir leik kvöldsins og byrjuðu leikinn í takt við það. Bæði lið voru að leita mikið undir körfuna þar sem Larry Thomas var drjúgur fyrir Þórsara, hann var með níu stig í hálfleik, stigahæstur allra. Heimamenn bitu svo frá sér í öðrum leikhluta með því að spila mun betri varnarleik. Þá voru Stjörnumenn framan af leik að taka mikið af sóknarfráköstum. Alexander Lindqvist var stigahæstur heimamanna í hléinu með átta stig en hann tók einnig fimm fráköst. Stjarnan var yfir í hálfleik, 36:34, en munurinn hefði kannski átt að vera meiri, liðið tók fleiri sóknarfráköst fyrir hlé, 11 á móti átta, og skoraði sex þriggja stiga körfur gegn tveimur.

Áfram var djöflagangurinn mikill inn á vellinum eftir hlé en heimamenn voru iðulega skrefinu á undan. Þá unnu þeir loks þriðja leikhluta í viðureign þessara liða, í fyrsta sinn í sex tilraunum í vetur, 20:16, og voru 56:50 yfir fyrir fjórða og síðasta hluta leiksins. Meðbyrinn var svo allur með heimamönnum í fjórða leikhluta sem kreistu fram oddaleik á hörkunni er þeir hreinlega stungu af. Ægir Þór Steinarsson var öflugur, skoraði 16 stig en Þórsarar virtust hreinlega gefast upp á lokametrunum, fjórða leikhluta lauk 22:9, Stjörnunni í vil, en Þórsarar skoruðu um helmingi minna en í síðasta leik.

Stjarnan - Þór Þorlákshöfn 78:58

Mathús Garðabæjar höllin, Dominos deild karla, 09. júní 2021.

Gangur leiksins:: 4:5, 8:9, 13:15, 16:19, 20:21, 27:24, 32:30, 36:32, 39:38, 45:43, 48:47, 56:50, 62:52, 66:52, 73:53, 78:58.

Stjarnan: Austin James Brodeur 16/13 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alexander Lindqvist 14/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 10, Hlynur Elías Bæringsson 7/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 6/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 4, Hugi Hallgrímsson 3, Orri Gunnarsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 15/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 14/5 fráköst, Callum Reese Lawson 9/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 7, Adomas Drungilas 6/8 fráköst, Ragnar Örn Bragason 3, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 325

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 78:58 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is