Keflavík fær liðsstyrk frá KR

Eygló Kristín Óskarsdóttir er komin í Keflavík.
Eygló Kristín Óskarsdóttir er komin í Keflavík. Ljósmynd/Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við Eygló Kristínu Óskarsdóttir og mun hún leika með Suðurnesjaliðinu næstu tvö tímabil.

Eygló lék síðast með KR en gat ekki komið í veg fyrir fall liðsins úr efstu deild á nýliðinni leiktíð. Eygló, sem er 20 ára, hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.

„Eygló á að baki 13 leiki með U18 ára landsliði Íslands og 17 leiki með U16. Keflavík bindur miklar vonir við Eygló Kristínu og býður hana hjartanlega velkomna í Keflavík,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.

mbl.is