Minnkuðu muninn gegn meistaraefnunum

Jrue Holiday í baráttunni í Milwaukee í nótt.
Jrue Holiday í baráttunni í Milwaukee í nótt. AFP

Khris Middleton átti stórleik fyrir Milwaukee Bucks þegar liðið minnkaði muninn í 1:2 í einvígi sínu gegn Brooklyn Nets í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Milwaukee í nótt.

Leiknum lauk með þriggja stiga sigri Milwaukee, 86:83, en Jrue Holiday kom Brooklyn 86:83-yfir þegar ellefu sekúndur voru til leiksloka og tókst Brooklyn-mönnum ekki að jafna metin.

Middleton skoraði 35 stig fyrir Milwaukee og tók fimmtán fráköst en Kevin Durant var stigahæstur Brooklyn-manna með 30 stig og ellefu fráköst.

Þá er Utah Jazz komið í 2:0 í einvígi sínu gegn LA Clippers eftir 117:111-sigur í Utah í nótt.

Donovan Mitchell skoraði 37 stig fyrir Utah en Reggie Jackson var stigahæstur Clippers-manna með 29 stig.

Úrslit næturinnar:

Milwaukee Bucks 86:83 Brooklyn Nets, staðan er 2:1 fyrir Brooklyn.

Utah Jazz 117:111 LA Clippers, staðan er 2:0 fyrir Utah.

mbl.is