Gefur okkur ekkert nema við vinnum líka heima

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, var ekki fyllilega ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir stórsigur á Keflavík, 93:71, á útivelli í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld.

Hann kvaðst reyndar ekki hafa átt vona á því að leikurinn myndi þróast svona, heldur yrði um hörkuleik og jafnræði að ræða.

„Þessi leikur gefur okkur kannski smá svigrúm en hann  gefur okkur hins vegar ekki neitt nema við vinnum næsta leik á okkar heimavelli,“ sagði Lárus m.a. við mbl.is en viðtalið er í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is