Þeir komu og refsuðu okkur

Deane Williams, breski leikmaðurinn í liði Keflavíkur, sagði að leikmenn liðsins gætu sjálfum sér um kennt stórtapið gegn Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld.

„Við mættum of værukærir til leiks í kvöld og héldum að þetta yrði auðvelt. Þeir mættu hins vegar til leiks og eiga allan heiður skilinn. Við eigum hins vegar að spila mikið betur. Enginn býst við því að þeir vinni þetta einvígi á meðan allir reikna með okkur. Þeir komu hingað og refsuðu okkur og við þurfum að læra af þessum ósigri og vera tilbúnir í næsta leik,“ sagði Williams m.a. en viðtalið í heild er í myndskeiðinu.

mbl.is