Átta sigrar í röð og komnir yfir í úrslitunum

Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix Suns og er …
Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix Suns og er hér í slag um boltann við Marcus Morris hjá Clippers í leiknum í kvöld. AFP

Phoenix Suns náði í kvöld forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA í körfuknattleik með því að sigra Los Angles Clippers, í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum í Arizona, 120:114.

Phoenix þurfti að bíða í dágóðan tíma eftir að hafa unnið Denver Nuggets 4:0 í sínu einvígi á meðan Clippers lauk 4:2 sigrinum á Utah Jazz á föstudagskvöldið. En leikmenn liðsins voru klárir í slaginn, sérstaklega Devin Booker sem var með þrefalda tvennu og 40 stig ásamt 13 fráköstum og 11 stoðsendingum.

DeAndre Ayton skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Mikal Bridges 14 en hjá Clippers var Paul George með 34 stig og Reggie Jackson 24.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert