Atlanta mætir Milwaukee í úrslitum

Kevin Huerter, Bogdan Bogdanovic og Trae Young, leikmenn Atlanta, í …
Kevin Huerter, Bogdan Bogdanovic og Trae Young, leikmenn Atlanta, í leiknum í nótt. AFP

Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt með sigri gegn Philadelphia 76ers í oddaleik liðanna í Philadelphiu.

Leiknum lauk með 103:96-sigri Atlanta en Kevin Huerter var stigahæstur í liði Atlanta með 27 stig og sjö fráköst.

Philadelpiha leiddi með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 28:25, en Atlanta náði frumkvæðinu í öðrum leikhluta, leiddi 48:46 í hálfleik, og lét forystuna aldrei af hendi eftir það.

Joel Embiid átti stórleik fyrir Philadelphia, skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst, en það dugði ekki til.

Atlanta vann einvígið 4:3 og mætir Milwaukee Bucks í úrslitum Austurdeildarinnar en Milwaukee hafnaði í þriðja sæti deildarkeppninnar á meðan Atlanta hafnaði í því fimmta.

Í úrslitum Vesturdeildarinnar eigast LA Clippers og Phoenix Suns við en þar leiðir Phoenix 1:0 í einvíginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert