Kom mér og flestum á óvart

Ragnar Nathanaelsson í baráttunni við Styrmir Snæ Þrastarson í leik …
Ragnar Nathanaelsson í baráttunni við Styrmir Snæ Þrastarson í leik Hauka og Þórs fyrr í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Landsliðsmaðurinn stóri og stæðilegi Ragnar Ágúst Nathanaelsson viðurkennir að 2:0-forskot Þórs frá Þorlákshöfn í einvígi sínu gegn Keflavík í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta komi sér á óvart. Keflavík vann 20 af 22 leikjum sínum í deildinni og vann að lokum deildina með tólf stiga mun.

„Keflavíkurliðið er búið að vera á gríðarlegri siglingu allt tímabilið. Ég hélt með Þór frá byrjun en ég bjóst ekki við að þetta myndi byrja með 2:0. Þetta kom mér og örugglega flestum á óvart,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Þór vann 88:83-sigur í öðrum leik liðanna á laugardaginn var eftir 91:73-sigur á útivelli í fyrsta leiknum.

„Það er mikill hraði í Þórsurunum en Keflavík vill hægja á til að nota leikmenn eins og Milka sem er einn besti leikmaður deildarinnar, en hann er ekki sá fljótasti. Keflvíkingarnir ráða illa við þennan hraða. Drungilas er svo að springa út á hárréttum tíma,“ sagði Ragnar, sem leikur nú með Haukum.

Þórsarar verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti með sigri í Keflavík í þriðja leik liðanna annað kvöld klukkan 20:15. „Ég sagði við minn nánasta vinahóp þegar Þór komst í 1:0 að Þór myndi vinna einvígið. Ég þori ekki að segja að þeir taki þetta 3:0, sérstaklega þar sem þetta er í Keflavík og Keflvíkingar eru mjög góðir í sláturhúsinu.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert