Ævintýraleg sigurkarfa hjá Phoenix

Deandre Ayton afgreiðir boltann í körfuna án þess að Ivica …
Deandre Ayton afgreiðir boltann í körfuna án þess að Ivica Zubac komi vörnum við og tryggir Phoenix sigurinn. AFP

Ævintýraleg sigurkarfa Deandre Ayton kom Phoenix Suns 2:0 yfir gegn Los Angeles Clippers í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt. 

Phoenix fékk innkast við endalínuna á vallarhelmingi Clippers þegar rétt tæp sekúnda var eftir af leiknum eða 0,9 sekúndur. Var staðan þá 103:102 fyrir Clippers. Boltanum var kastað í átt að hringnum og þar kom Ayton svífandi og tróð. Afskaplega snyrtilega gert en leikklukkan fer ekki í gang fyrr en leikmaðurinn snertir boltann og með þessum tilþrifum féll Ayton ekki á tíma. Phoenix sigraði því 104:103. 

Deandre Ayton tekur á móti sendingunni en eins og sjá …
Deandre Ayton tekur á móti sendingunni en eins og sjá má mátti litlu muna að Ivica Zubac næði til boltans. AFP

Liðið er því í góðri stöðu en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitin en rimma Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks hefst í nótt í Milwaukee.

Cameron Payne var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig en liðið hefur farið á kostum í úrslitakeppnina. Paul George skoraði 26 stig fyrir Clippers sem er án Kawhi Leanoard.  

Deandre Ayton fagnar sigurkörfunni ásamt Torrey Craig og Mikal Bridges.
Deandre Ayton fagnar sigurkörfunni ásamt Torrey Craig og Mikal Bridges. AFP
mbl.is