Detroit Pistons fær fyrsta valrétt

Dwane Casey, þjálfari Detroit Pistons.
Dwane Casey, þjálfari Detroit Pistons. AFP

Forráðamenn Detroit Pistons höfðu heppnina með sér þegar dregið var um hvaða félög fá að velja fyrst í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfuknattleik fyrir næsta keppnistímabil. 

Miklir hagsmunir geta verið í upphafi en eins og dæmin sanna getur góð ákvörðun í nýliðavalinu gerbreytt gengi liðanna og rekstri félaganna. 

Houston Rockets fær annan valrétt og Cleveland Cavaliers þriðja. Toronto Raptors sem varð meistari fyrir tveimur árum fær fjórða valrétt sem er athyglisvert. 

Forráðamenn Orlando Magic fá tækifæri til að byggja upp lið til framtíðar því liðið á valrétti númer fimm og átta. 

1. Detroit
2. Houston
3. Cleveland
4. Toronto
5. Orlando
6. Oklahoma City
7. Golden State (samið við Minnesota)
8. Orlando (samið við Chicago)
9. Sacramento
10. New Orleans
11. Charlotte
12. San Antonio
13. Indiana
14. Golden State

mbl.is