Þorleifur tekinn við Grindavík

Þorleifur Ólafsson stýrir Grindavík í úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili.
Þorleifur Ólafsson stýrir Grindavík í úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili. Ljósmynd/Grindavík

Þorleifur Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik en þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Grindavík leikur í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð eftir stutt stopp í 1. deildinni en Þorleifur skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Þorleifur hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur undanfarin ár en hann var fyrirliði liðsins þegar það varð Íslandsmeistari 2012 og 2013 og var aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins á nýliðnu keppnistímabili.

Þetta er mjög spennandi áskorun og ég hlakka til að hefjast handa. Stelpurnar stóðu sig frábærlega í vetur og ég tek við frábæru búi af Ólöfu Helgu,“ sagði Þorleifur.

„Við ætlum okkur að byggja ofan á þennan góða árangur sem náðist í vetur og stimpla okkur aftur inn sem gott lið í Dominos-deildinni á næstu leiktíð,“ bætti Þorleifur við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert