Þórsarar halda áfram að safna liði

Júlíus Orri Ágústsson er einn þeirra sem fara frá Þórsurum …
Júlíus Orri Ágústsson er einn þeirra sem fara frá Þórsurum en þeir mæta með gjörbreytt lið næsta vetur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þórsarar á Akureyri hafa krækt í þriðja erlenda leikmanninn fyrir næsta keppnistímabil í körfuboltanum en eins og fram kom fyrr í dag eru allir þeir fimm útlendingar sem léku með liðinu í vetur farnir frá félaginu.

Sá þriðji er Bouna N'Daiye, 29 ára gamall norskur landsliðsmaður sem lék síðast með Fyllingen í norsku úrvalsdeildinni en hefur leikið sem atvinnumaður á Spáni, í Frakklandi og á Bretlandseyjum. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs.

Hann kom heim til Noregs fyrir síðasta tímabil vegna óvissu af völdum kórónuveirufaraldursins og var stigahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í vetur með 23 stig að meðaltali í leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert