Auður tekur við Stjörnunni

Auður Íris Ólafsdóttir er orðin þjálfari Stjörnunnar.
Auður Íris Ólafsdóttir er orðin þjálfari Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá ráðningu Auðar Írisar Ólafsdóttur og verður hún næsti þjálfari kvennaliðs félagsins. Stjarnan leikur í 1. deild.

Auður Íris tekur við af Pálínu Gunnlaugsdóttur en Pálína tók við af Margréti Sturlaugsdóttur á miðju síðasta tímabili. Stjarnan hafnað í sjötta sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði fyrir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar.

Auður lék á sínum tíma ellefu A-landsleiki fyrir Ísland og varð bikarmeistari í tvígang. Þá var hún valin besti varnarmaður efstu deildar tímabilið 2018/19 er hún lék með Stjörnunni.

mbl.is