Clippers stöðvaði sigurgöngu Phoenix

Torrey Craig og Paul George eigast við í nótt.
Torrey Craig og Paul George eigast við í nótt. AFP

Los Angeles Clippers stöðvaði níu leikja sigurgöngu Phoenix Suns í úrslitakeppni NBA-körfuboltans í Bandaríkjunum með 106:92-heimasigri er liðin mættust í þriðja sinn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í nótt.

Phoenix var með tveggja stiga forskot eftir kaflaskiptan fyrsta leikhluta, 48:46. Clippers tók við sér í öðrum leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 80:69. Þrátt fyrir fínt áhlaup tókst Phoenix ekki að jafna og Clippers fagnaði sigri eftir góðan endasprett.

Í fjarveru Kawhi Leonard var Paul George stigahæstur hjá Clippers með 27 stig og 15 fráköst. Reggie Jackson gerði 23 stig og Ivica Zubac skoraði 15 stig og tók 16 fráköst. Deandre Ayton skoraði 18 stig fyrir Phoenix og Devin Booker gerði 15, en Booker spilar oftast betur.

Liðin mætast í fjórða sinn aðfaranótt mánudags í Los Angeles. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert