Menn verða að þora að vera í kastljósinu

Þór Þorlákshöfn og Keflavík mætast í fjórða skipti í kvöld.
Þór Þorlákshöfn og Keflavík mætast í fjórða skipti í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Friðrik Ingi Rúnarsson, sem var aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á liðnu tímabili, hefur marga fjöruna sopið í körfuknattleiknum hér á landi, enda þjálfað meistaraflokka af báðum kynjum í meira en 30 ár. Síðustu tvö störf hans sem aðalþjálfari voru hjá karlaliði Þórs frá Þorlákshöfn tímabilið 2019/2020 og þar á undan karlaliði Keflavíkur tímabilið 2017/2018.

Þessi tvö lið heyja einmitt úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla, þar sem Þór leiðir 2:1 fyrir fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld og geta heimamenn því með sigri tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. Hvað hefur Friðriki þótt um einvígið hingað til?

„Það hefur verið sveiflukennt. Það má eiginlega segja að Þór hafi komið talsvert á óvart í fyrsta leik þar sem umtalið og umræðan snerist einhvern veginn öll um að Keflavík væri bara búið að vinna. Keflavík hafði farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina á meðan Þór fór í gegnum erfiðara prógramm, tapaði leikjum á leiðinni og þurfti að endurstilla sig úr ýmsum stöðum, ýmist að vera yfir eða undir í seríum.

Það reyndi meira á þá fyrr í ferlinu þannig að þeir komu kannski tilbúnari, bæði andlega og líkamlega, í fyrsta leikinn. Það gerist stundum í þessu. Svo geta menn farið í allt of marga hringi þegar þeir fara að velta fyrir sér of mörgum þáttum eins og hvort of löng bið geti verið jákvæð eða neikvæð. Það eru svo margar breytur í þessu,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið.

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert