Stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna

Kevin Durant fer til Tókýó.
Kevin Durant fer til Tókýó. AFP

Stórstjarnan Kevin Durant verður á meðal leikmanna bandaríska landsliðsins í körfubolta á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Verður þetta í þriðja sinn sem Durant spilar með landsliðinu á Ólympíuleikum en hann varð ólympíumeistari árin 2012 í London og 2016 í Ríó.

Bandaríska liðið er stjörnum prýtt að vanda og leikmenn á borð við Devin Booker hjá Phoenix, Damian Lillard hjá Portland, Bradley Beal, leikmaður Washington, og Jayson Tatum hjá Boston spila einnig á leikunum.

Gregg Popovich stýrir Bandaríkjunum í fyrsta skipti á Ólympíuleikum en Mike Krzyzewski gerði Bandaríkin að Ólympíumeisturum árin 2008, 2012 og 2016.

Ólympíulið Bandaríkjanna: 
Kevin Durant, Brooklyn Nets
Devin Booker, Phoenix Suns
Khris Middleton, Milwaukee Bucks
Kevin Love, Cleveland Cavaliers
Zach LaVine, Chicago Bulls
Bam Adebayo, Miami Heat
Damian Lillard, Portland Trail Blazers
Bradley Beal, Washington Wizards
Jerami Grant, Detroit Pistons
Draymond Green, Golden State Warriors
Jrue Holiday, Milwaukee Bucks
Jayson Tatum, Boston Celtics

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert