Finnskur landsliðsmaður í Garðabæinn

Stjarnan fór í undanúrslit Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.
Stjarnan fór í undanúrslit Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningi við finnska landsliðsmanninn Shawn Hopkins og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili.

Hopkins er fæddur og uppalinn í bænum Nokia. Hann er framherji sem hefur alla tíð leikið í heimalandinu, fyrst með Nokia og svo Tampereen Pyrinto.

„Hann átti flott tímabil með liðinu [Tampereen Pyrinto] í fyrra, skoraði 13,8 stig og var með 4,1 frákast og var að hitta vel fyrir utan línuna eða 37,8%. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Finnlands og er í dag fastamaður finnska landsliðsins og hefur leikið 13 landsleiki fyrir Finnland,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar.

mbl.is