Einn besti leikmaður Keflavíkur til Frakklands

Deane Williams er kominn til Frakklands.
Deane Williams er kominn til Frakklands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn Deane Williams hefur yfirgefið herbúðir Keflavíkur og gengið í raðir Saint Quentin í næstefstu deild Frakklands.

Williams, sem var í tvö tímabil hjá Keflavík, var einn allra besti leikmaður liðsins. Hann var valinn besti erlendi leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.

Framherjinn skoraði 18 stig, tók 11 fráköst, gaf tvær stoðsendingar og varði tvö skot að meðaltali í leik á síðustu leiktíð, en Keflavík þurfti að sætta sig við tap fyrir Þór frá Þorlákshöfn í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.  

mbl.is