Landsliðsmaður til Spánar

Ægir Þór Steinarsson er kominn til Spánar.
Ægir Þór Steinarsson er kominn til Spánar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur gert samkomulag við San Sebastián Gipuzkoa frá Baskalandi. Félagið leikur í næstefstu deild spænska körfuboltans.

Ægir fer til spænska liðsins frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið frá árinu 2018. Landsliðsbakvörðurinn skoraði 18 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar í 32 leikjum með Stjörnunni á síðustu leiktíð.

Ægir þekkir vel til spænska körfuboltans því hann lék með Huesca, Burgos og Castello frá 2016 til 2018.

mbl.is