Sterkur sigur á Eistlandi

Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur í íslenska liðinu.
Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur í íslenska liðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann sterkan 85:71-sigur á Eistlandi á Norðurlandamótinu í Tallinn í dag. Ísland er því með einn sigur og eitt tap í tveimur fyrstu leikjunum eftir tap gegn Finnlandi í gær.

Íslenska liðið náði forystunni snemma leiks og var staðan í hálfleik 41:27. Sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik og íslenska liðið lék vel.

Styrmir Snær Þrastarson, sem sló í gegn með Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í vetur, var stigahæstur í íslenska liðinu með 25 stig. Hann tók einnig 15 fráköst. Dúi Þór Jónsson skoraði 12 stig, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og Veigar Páll Alexandersson skoraði 10 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert