Reynslubolti í Selfoss

Gerald Robinson í leik með ÍR fyrir tveimur árum.
Gerald Robinson í leik með ÍR fyrir tveimur árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksdeild Selfoss hefur gengið frá samningi við Gerald Robinson. Robinson er Bandaríkjamaður en hann er einnig með hollenskt ríkisfang. Selfoss leikur í 1. deildinni. 

Robinson þekkir vel til íslenska körfuboltans því hann hefur leikið með Hetti, Njarðvík, ÍR, Haukum og Sindra hér á landi. Hann skoraði 22 stig og tók 10 fráköst að meðaltali fyrir Sindra í leik í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

„Það er auðvitað afar mikilvægt að fá slíkan gæðaleikmann og reynslubolta í hinn unga leikmannahóp Selfoss, þar sem hann mun miðla af reynslu sinni og þekkingu og styrkja alla innviði félagsins. Við hlökkum til að vinna með Robinson og bjóðum hann velkominn á Selfoss,“ segir í tilkynningu frá Selfossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert