Ísland í þriðja sæti eftir dramatískan sigur

Ástþór Svalason var hetja íslenska liðsins.
Ástþór Svalason var hetja íslenska liðsins. Ljósmynd/FIBA

Ísland tryggði sér í dag þriðja sæti á Norðurlandamóti U20 ára landsliða með dramatískum 82:80-sigri á Finnlandi í Tallinn.

Eftir jafnan og æsispennandi leik réðust úrslitin í blálokin. Þegar ein sekúnda var eftir í stöðunni 80:80 náði Ástþór Svalason í tvö víti. Ástþór var ískaldur á línunni, setti bæði skotin niður, og tryggði íslenskan sigur.

Ástþór var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig, Sveinn Búi Birgisson skoraði 13, Veigar Páll Alexandersson 12 og þeir Júlíus Orri Ágústsson og Þorvaldur Orri Arnason gerðu 11 stig hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert