Ísland í þriðja sæti eftir dramatískan sigur

Ástþór Svalason var hetja íslenska liðsins.
Ástþór Svalason var hetja íslenska liðsins. Ljósmynd/FIBA

Ísland tryggði sér í dag þriðja sæti á Norðurlandamóti U20 ára landsliða með dramatískum 82:80-sigri á Finnlandi í Tallinn.

Eftir jafnan og æsispennandi leik réðust úrslitin í blálokin. Þegar ein sekúnda var eftir í stöðunni 80:80 náði Ástþór Svalason í tvö víti. Ástþór var ískaldur á línunni, setti bæði skotin niður, og tryggði íslenskan sigur.

Ástþór var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig, Sveinn Búi Birgisson skoraði 13, Veigar Páll Alexandersson 12 og þeir Júlíus Orri Ágústsson og Þorvaldur Orri Arnason gerðu 11 stig hvor.

mbl.is