Grindvíkingurinn spilar í sumardeild NBA

Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson tekur þátt í sumardeild NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum sem fer fram í Las Vegas í næsta mánuði. Sumardeildin er hluti af undirbúningstímabili körfuboltans vestanhafs en mörg af stærstu liðum Bandaríkjanna taka þátt í henni.

Grindvíkingurinn, sem lék með Fraport Skyliners í þýsku A-deildinni síðasta vetur, mun spila með liði Phoenix Suns í sumardeildinni sem verður spiluð 8. til 17. ágúst. Áður en Jón Axel fór til Þýskalands spilaði hann með Davidson í bandaríska háskólaboltanum.

Í sum­ar­deild NBA spila ekki hinir hefðbundnu leik­menn liðanna. Hún er hugsuð fyr­ir yngri leikmenn, ásamt því að samn­ings­laus­ir leik­menn fá tæki­færi til að sanna sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert