Haukar fá liðsstyrk í fyrstu deildina

Haukar féllu úr úrvalsdeildinni í vor.
Haukar féllu úr úrvalsdeildinni í vor. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Hollendinginn Deion Bute um að leika með liðinu á næstu leiktíð og vonandi aðstoða það við að snúa aftur í deild þeirra bestu.

Haukar féllu úr úrvalsdeildinni, Dominos-deildinni, í vor og verða því nýliðar í fyrstu deildinni í vetur. Bute er 26 ára miðherji en hann spilaði á síðustu leiktíð í spænsku C-deildinni með liði Azpeitia. Þar áður var hann í bandaríska háskólaboltanum í Connecticut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert