Rúmensk landsliðskona til Keflavíkur

Keflvíkingar eiga von á liðsauka.
Keflvíkingar eiga von á liðsauka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúmensk landsliðskona í körfuknattleik, Tunde Kilin, er á leið til liðs við Keflvíkinga frá Satu Mare í heimalandi sínu.

Karfan.is greinir frá þessu, samkvæmt heimildum. Hún er 1,71 m á hæð, 29 ára gömul og leikur sem leikstjórnandi, og er sögð hafa unnið allt sem er í boði í körfuboltanum í Rúmeníu. Á heimasíðu umboðsskrifstofunnar SLG er sagt um hana að hún sé góð þriggja stiga skytta en hún sé fyrst og fremst góður stjórnandi, skori ekki mikið en varnarleikurinn sé hennar sterkasta hlið.

mbl.is