Valsmenn styrkja sig

Pablo Bertone í leik með Haukum á síðasta tímabili.
Pablo Bertone í leik með Haukum á síðasta tímabili. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleiksdeild Vals hefur komist að samkomulagi við argentínska bakvörðinn Pablo Bertone um að hann leiki með karlaliðinu á næsta tímabili.

Bertone, sem er 31 árs gamall, lék undir lok síðasta tímabils með Haukum þegar liðið féll úr efstu deild niður í þá næstefstu.

Í tilkynningu frá Val segir að hann sé reynslumikill leikmaður sem hafi spilað í efstu deildum Argentínu og Ítalíu, en hann er einmitt einnig með ítalskt vegabréf. Þá hefur hann spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

„Við bjóðum Pablo velkominn til félagsins og hlökkum til samstarfsins,“ segir einnig í tilkynningu Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert