Frá Selfossi til Bandaríkjanna

Gunnar Steindórsson, númer 15.
Gunnar Steindórsson, númer 15. Ljósmynd/Selfoss körfubolti

Körfuknattleiksmaðurinn Gunnar Steinþórsson mun leika með bandaríska háskólaliðinu St. Cloud State Huskies á næsta tímabili.

Hann kemur til skólans frá Selfossi, en hann er uppalinn hjá KR. Gunnar skoraði fimm stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu að meðaltali í leik með Selfossi í 1. deild á síðustu leiktíð.

Skólinn sem Gunnar fer til leikur í Northern Sun-hluta 2. deildarinnar í háskólaboltanum. Karfan.is greindi frá.

mbl.is