Naumt tap í fyrsta leik

U16 ára lið Íslands, pilta og stúlkna.
U16 ára lið Íslands, pilta og stúlkna. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska U16 ára landslið stúlkna í körfubolta mátti þola 57:62-tap í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi í dag er liðið mætti Eistlandi.

Íslenska liðið vann þrjá af fjórum leikhlutum en 9:24-tap í öðrum leikhluta varð liðinu að falli.

Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst hjá íslenska liðinu með 16 stig og Agnes Fjóla Georgsdóttir skoraði 15. Þær tóku auk þess fimm fráköst hvor.

Íslenska liðið leikur annan leik sinn á mótinu á morgun gegn Finnlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert