Tvöföld tvenna Tómasar dugði ekki til

Tómas Valur Þrastarson skoraði mest fyrir íslenska liðið.
Tómas Valur Þrastarson skoraði mest fyrir íslenska liðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska U16 ára landslið pilta í körfubolta þurfti að sætta sig við 59:66-tap í fyrsta leik sín­um á Norður­landa­mót­inu í Kisakallio í Finn­landi í dag er liðið mætti Eistlandi.

Ísland vann fyrsta og fjórða leikhlutann, en Eistlendingarnir voru sterkari um miðbik leiksins og það nægði til sigurs.

Tómas Valur Þrastarson átti stórleik fyrir íslenska liðið og skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Kristján Fannar Ingólfsson bætti við 15 stigum og 6 fráköstum og Hilmir Arnarson skoraði sjö stig.

Íslenska liðið leik­ur ann­an leik sinn á mót­inu á morg­un gegn Finn­landi.

mbl.is