Fyrsti sigurinn kom gegn Noregi

Jana Falsdóttir fagnar verðlaunum með Keflavík.
Jana Falsdóttir fagnar verðlaunum með Keflavík. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Íslenska U16 ára landslið stúlkna í körfubolta vann sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi í dag er liðið mætti Noregi. Lokatölur urðu 60:49.

Íslenska liðið var með 30:23-forystu í hálfleik og var það norska ekki líklegt til að jafna í seinni hálfleik.

Jana Falsdóttir skoraði 11 stig fyrir Ísland og tók átta fráköst. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir bætti við 10 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum og Sara Líf Boama og Agnes Fjóla Georgsdóttir skoruðu 9 stig hvor.

mbl.is