Ítalskur framherji í Keflavík

Hjalti Þór Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur.
Hjalti Þór Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við Ítalann David Okeke og mun hann leika með liðinu á komandi leiktíð.

Karfan.is greinir frá. Okeke er 22 ára og 202 sentímetra hár framherji. Hann lék síðast með Rustavi í Georgíu, en hann hefur einnig leikið með Torino og Oleggio í heimalandinu, ásamt yngri landsliðum Ítalíu.

Keflavík hafnaði í öðru sæti Íslandsmótsins á síðustu leiktíð eftir tap fyrir Þór frá Þorlákshöfn í úrslitum. Suðurnesjaliðið varð að gera sér að góðu sigur í deildarkeppninni.

mbl.is