Fyrirliði Keflavíkur leggur skóna á hilluna 27 ára

Erna Hákonardóttir fagnar bikarmeistaratitli með Keflavík árið 2018.
Erna Hákonardóttir fagnar bikarmeistaratitli með Keflavík árið 2018. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Körfuknattleikskonan Erna Hákonardóttir hefur lagt skóna á hilluna, en hún er aðeins 27 ára gömul.

Erna hefur orðið Íslandsmeistari með Njarðvík, Keflavík og Snæfelli. Þá hefur hún einnig orðið bikarmeistari með liðunum þremur.

„Þetta er mjög tímafrekt sport og ég fann það á síðasta tímabili, sem var langt og strembið að núna væri komin tími á segja þetta gott. Þetta hefur verið geggjaður tími í boltanum og ég geng sátt frá borði,“ sagði Erna í samtali við Karfan.is.

mbl.is